Brúðkaup

Brúðkaupsdagurinn er dagur mikillar gleði og hamingju. Falleg blóm eru glæsileg umgjörð utan um þennan góða dag. Þar kemur brúðarvöndurinn í fyrsta sæti og barmblóm fyrir brúðguma. Síðan er salurinn og kirkjan oftast skreytt með fallegum blómum þ.e. blómaskreyting á háborð, við gestabók, á hlaðborð og á borð í sal þar sem gestir sitja.